10 episodes

Hjallastefnan heima er ætlað að vera stuðningur við barnafjölskyldur og gera fjölskyldulífið og uppeldið ánægjulegra. Við deilum lykilþáttum í hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem við vitum að virkar vel í öllum aðstæðum.

Í þáttunum er rætt við skólastýrur, kennara, foreldra og aðra góða gesti sem veita góð ráð sem nýtast heima fyrir.

Hjallastefnan heima Hjallastefnan

    • Education
    • 5.0 • 19 Ratings

Hjallastefnan heima er ætlað að vera stuðningur við barnafjölskyldur og gera fjölskyldulífið og uppeldið ánægjulegra. Við deilum lykilþáttum í hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem við vitum að virkar vel í öllum aðstæðum.

Í þáttunum er rætt við skólastýrur, kennara, foreldra og aðra góða gesti sem veita góð ráð sem nýtast heima fyrir.

    #10 Jólin: Að velja einfaldleikann

    #10 Jólin: Að velja einfaldleikann

    Jólin eru að nálgast og öll viljum við skapa gleðileg jól. Í þessum þætti fylgjum við eftir hugvekjunni okkar, Að velja einfaldleikann, og hvernig við getum skapað aðstæður til að líða vel á þessum tímum. Við ræðum galdurinn í einfaldleikanum og valdeflinguna sem felst í því að við höfum alltaf val. Þó valið sé stundum einungis um viðbrögð okkar.

    Þær Arna og Jensa á Laufásborg eru vinkonur þáttarins. Þær ræða gamlar og nýjar hefðir og mikilvægi þess að leyfa jólunum að þróast með kynslóðum. Nú er tíminn til þess að æfa sig í að taka meðvitað val um það sem við veljum inn í líf okkar og spyrja áleitinna spurninga. „Er þetta að þjóna mér og minni fjölskyldu?“

    Markmið okkar í Hjallastefnunni er ávallt að valdefla foreldra í uppeldinu og að vera stuðiningur svo að þeim gangi betur í sínu mikilvæga hlutverki. Þú ert sérfræðingur í þínu barni og veist hvað er best fyrir þig og þína fjölskyldu. Nú sem aldrei fyrr dynja ráðleggingar úr öllum áttum sem segir okkur að við erum öll að leita jafnvægis. Þar liggur svarið hjá hverju og einu okkar, hvernig við finnum leið til að skapa vellíðan, sátt og gleði. Kæru hlustendur við vonum að þið njótið þáttarins og gleðilega hátíð.

    • 33 min
    #9 Bónusþáttur: Kynjabreytan sem þarf að ræða

    #9 Bónusþáttur: Kynjabreytan sem þarf að ræða

    „Á meðan fólk viðurkennir ekki mikilvægi kynjabreytunnar, að hún sé grundvallaratriði fyrir börn þá gerist ekki neitt,“ segir vinkona þáttarins og höfundur Hjallastefnunnar Margrét Pála Ólafsdóttir.

    Í þessum mikilvæga þætti ræðum við hvernig börn upplifa kyn og kynhlutverk sitt frá fæðingu. Einnig um þau börn með kynvitund sem samræmist ekki því kyni sem því var úthlutað við fæðingu.

    Þegar komið er á skólastig hefst kynjaspeglunin svokallaða, þegar stúlkna- og drengjahópar sjá hegðun hvors annars og „af-læra“ hana. Við ræðum hvernig má stíga inn í þessar aðstæður og kenna samvinnu, virðingu og kærleik.

    „Á meðan við sjáum þessa ólíku hegðun kynjanna og fáum ólíkar niðurstöður í hendurnar á borð við námsárangur drengja og sjálfsmynd stúlkna þá er argað á okkur: hvað ætlum við að gera?“

    Eiga þá allir skólar að innleiða Hjallastefnuna?

    „Vitaskuld ekki,“ svara Magga Pála „Finnum eins fjölbreyttar leiðir og hægt er, en allir verða að ávarpa kynjabreytuna á einhvern hátt. “

    • 27 min
    #8 Magga Pála svarar spurningum hlustenda

    #8 Magga Pála svarar spurningum hlustenda

    Höfundur Hjallastefnunnar, Margrét Pála Ólafsdóttir, er vinkona þáttarins. Magga Pála svarar spurningum hlustenda, hvernig sé hægt að komast fram hjá bannorðinu ekki, hugmyndir að kjarkæfingum og svo margt fleira í þessum stútfulla þætti.

    Hjallastefnan mætti mikilli mótstöðu þegar hún var stofnuð fyrir 31 ári síðan: kynjaskipting, opinn efniviður, náttúrulegt útisvæði og ólíkar kennsluaðferðir fyrir drengi og stúlkur. Magga Pála segir okkur frá upphafinu og hvernig hún öðlaðist kjarkinn í að feta nýja leið í skóla- og uppeldismálum.

    Síðan þá hefur Hjallastefnan náð mælanlegum árangri og ræðum við sérstaklega drengi innan skólakerfisins. Hvernig þarf að nálgast þá með nýjum hætti til að snúa við þróuninni þegar kemur að lestri og brottfalli drengja úr skóla.

    • 51 min
    #7 Að sækja orkuna okkar

    #7 Að sækja orkuna okkar

    Hvernig fyllum við á tankinn? Í þættinum ræðum við mikilvægi þess að sýna okkur mildi í foreldrahlutverkinu. Að gefa okkur tíma í að finna hvert við sækjum orkuna okkar án samanburðar við aðra.

    Íris Helga Baldursdóttir er skólastýra á leikskólanum Hjalla og vinkona þáttarins. Íris ræðir hvernig hún nýtir hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem mannrækt í eigin lífi, sem móðir og stjórnandi.

    Við förum ítarlega í loturnar sex í starfi Hjallastefnunnar: Agi, sjálfstæði, samskipti, jákvæðni, vinátta og áræðni. Hvernig má þjálfa þessa eiginlega markvisst hjá börnunum okkar og ekki síður hjá okkur sjálfum.

    Einnig ræðum við samfélagsmiðla, styttingu vinnuvikunnar, orðræðu, lífshjólið og svo ótal margt í þessum stútfulla þætti.

    • 40 min
    #6 Bleika og bláa slikjan

    #6 Bleika og bláa slikjan

    Kynjamenning, kynjaskipting, kynjanámskrá og kynjakvarðinn. Hvernig valdeflum við stúlkur og drengi til að þau geti verið í styrkleikunum sínum óháð kyni?

    Í þættinum ræðum við bleiku og bláu slikjuna, hugtök notuð um hörguleinkenni kynjamenningar. Við ræðum þau verkfæri sem efla stúlkur í að nota röddina sína, efla sjálfstraustið og að taka pláss og hvernig má efla drengina í samskiptum, framkomu og að ræða tilfinningar sínar.

    Kæra vinkona Kristín Cardew, hjallasystir og kennari í Barnaskólanum í Reykjavík, segir okkur frá þessum birtingarmyndum. Í starfi sínum með börnum eru sköpun og jafnrétti henni hugleikin. Kristín býr yfir mikilli reynslu og deilir með okkur sinni þekkingu og ráðum um hvernig má draga fram styrkleika barnanna okkar og skapa umhverfi þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín.

    • 35 min
    #5 Að þekkja eigin styrkleika í foreldrahlutverkinu

    #5 Að þekkja eigin styrkleika í foreldrahlutverkinu

    Hvort ert þú norður, suður, austur eða vestur? Hvar liggja þínir styrkleikar? Í þættinum ræðir framkvæmdastýra Hjallastefnunnar, Þórdís Sigurðardóttir, um áttagreininguna svokallaða. Farið er yfir höfuðeinkenni hverrar áttar en þær hafa allar sínar sterku og jákvæðu eiginleika en líka skuggahliðar. Hugmyndafræði áttagreiningarinnar nýtist öllum, hvort sem það er í foreldrahlutverkinu, starfi, allri samvinnu og samskiptum 🙏

    Þórdís ræðir einnig hvernig Hjallastefnan nýtir áttagreininguna í stjórnun og samskiptum starfsfólks en Hjallastefnan hlaut á dögunum viðurkenningu Viðskiptaráðs fyrir byltingu í stjórnun. Þessi þáttur er fyrir öll þau sem vilja nýta áttagreininguna í eigin lífi og blómstra í styrkleikunum sínum 💛 🌼

    Hér má taka áttagreiningarprófið: http://www.leadrighttoday.com/uploads/9/4/1/6/9416169/personalitycompassandtests.pdf

    • 27 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
19 Ratings

19 Ratings

fjolath ,

Hvar eru þættirnir? Ekki gleyma að setja þá hingað á podcastið 🤨

hilla1234 ,

Æði!

Frábær hugmynd! Hlakka til að hlusta